AirSep virkni

Véltak AirSep

AirSep virkni

Með tíð og tíma hlaðast óhreinindi í túrbínur og skolloftskæla. Hvort tveggja hefur í för með sér minni orkunýtingu, eldneytissóun og hækkun á afgashita. Slík vandamál hafa verið til staðar frá því að notkun túrbína og skolloftskæla hófst á sjóvélum. Mönnum hefur greint nokkuð á hvaðan þessi óhreinindi koma og hverra eðlis þau eru. Það þarf að vísu ekki að leita langt innan veggja vélarúmsins til að finna megin orsök fyrir þessu. Inn í vélarúmið er dælt miklu magni af afar saltríku lofti, sem túrbínan dælir síðan inn á vélina. Þegar loft fer í gegnum túrbínu og skolloftskælir hitnar það upp í ca. 40 C° og við það fellur salt úr loftinu, og myndar saltkrystalla bæði á túrbínublöðum og innveggjum skolloftkælis.

En í vélarúminu er einnig annar vágestur, það er olíuþoka eða olíugufur sem koma frá óþéttum vélum. Þessi olíueimur sogast í gegnum grófar síur túrbínunnar og festist í saltkrystöllunum. Þannig hleðst upp óhreinindi, sem samanstanda af olíusót og salti sem af og til geta verið erfið að hreinsa. AirSep kom á markað fyrir u.þ.b. 20 árum og hefur séð til þess að mengun í vélarúmi sé útrýmt. Búnaður þessi er tengdur við túrbínuna og fer allt loftmagnið til hennar í gegnum skilju og loftsíu sem er tengd henni.

Virkni AirSep

Útöndunarrör er tengt við AirSep skiljuna sem sogar olíuloftið frá sveifarhúsinu. Svo skilur hún olíuna frá gasinu með 99.97% nýtingu. Undirþrýstingur myndast í sveifarhúsi u.þ.b. 1 til 2 mbar, og hjálpar það til að tæma skiljuna af uppsafnaðri olíu sem rennur í gegnum slöngu til sveifarhússins á ný.

Þegar búið er að aðskilja gasið frá olíunni fer gasið inn í lofstrauminn og brennur í vélinni.

Við að halda sveifarhúsþrýsting rétt undir 0 hættir vélin að leka smurolíu í flestum tilfellum, og mengun í vélarúminu minnkar umtalsvert.

Óhreinindi í túrbínum

Eins og áður hefur verið vikið að eru óhreinindi  í túrbínum og skolloftskælum vel þekkt vandamál.

Við tilkomu AirSep skeður eftirfarandi breyting í vélarúmi:

– Olíueimur er horfinn

– Góður síubúnaður tekur sótagnir úr loftinu sem gætu komið niður um loftinntökin

– AirSep skilur að olíu og hrein gös með 99.97% nýtni, ef tekið er tillit til hreinsunar leiðbeiningar
Viðhald á AirSep

AIRSEP ÞARF AÐ HREINSA REGLULEGA OG UMGANGAST SAMKVÆMT LEIÐBEININGUM. ANNARS GETUR SKEÐ AÐ BÚNAÐURINN SÝNI EKKI 100% VIRKNI.

Við það að fjarlægja loftmengun úr vélarúminu fara óhreinindi ekki inná túrbínuna eins og áður var nefnt. En það sem er enn til staðar er saltmettaða loftið sem fer inn á túrbínuna og skolloftskælirinn. Það sem gerist er að saltmettaða loftið sest að og myndar harða húð úr saltkristöllum. Þessi húð sem var áður fyrr svört vegna olíusót er nú ljós eða gulleit. Þessi húð getur valdið miklu tjónu á túrbínublöðum. Við þessu vandamáli var fundin upp salteimskilja

 

         

by admin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *