Ásbjörn

HBGrandi-Asbjorn-RE-50
 
 
Til Véltaks ehf                                                                 Skip:   Ásbjörn RE-50
Aðalvél : Stork Werkspoor 1450 KW
Eigandi : HBGrandi H.F. Reykjavík,Iceland.
Yfirvélstjóri: Sigurður Rúnar Sigurðsson
 
Ég hef nú tekið saman fyrir Véltak  skýrslu um OGS 2 smurolíu/eim/skiljuna  og reynslu  okkar frá mars 2011 en OGS 2 var þá tekin í notkun .
 
 
 
Staða
Dagar á sjó
Smurolíukaup  tunnur
Notkun ltr/dag
2010
 
31.12.2010
210,6
60
53,1
2011
 
31.12.2011
183
39
38,1
2012
 
11.9.2012
162,8
31
32,6
 
Notkun litrar-a-dag
Mynd 1.
Olíunotkun fyrir OGS 2  53,1    l/24
Olíunotkun eftir OGS 2  32.6     l/24
Minnkun 20,5  ltr.   38.6%
( öll smurolíunotkun um borð er tölvukeyrð)
 
Eins og sést  á mynd  1. hefur orðið umtalsverð breyting á smurolíunotkun  eftir að OGS 2  var tekin í notkun ( sett niður mars 2011). eða  37,2%. Minni eyðsla smurolíu.
Eftir að OGS 2 var komin í notkun kom í ljós m.a.  að gæði lofts í vélarúmi hafði aukist mikið og olíulykt minkað verulega ,ef það er komið í vélarúmið í  dag finnst ekki þessi olíustybba sem áður var .
Áður voru lekar og olíusmit víða á aðalvél einkum við ventlalok, kasthjól, dælugír,og fl.þetta gerði það að verkum að loft í vélarúmi var töluvert  olíumettað og allir hlutir í vélarúmi einkum rafalar, mótorar , þil loft, þaktir olíufilmu.Nú í dag hefur orðið mikil breyting hvað þetta varðar.
Öndun frá sveifarhúsi upp á dekk  og pallur þar fyrir neðan var áður þakinn olíusora en er nú alveg hreinn í dag, þar sem öndunin er tekin í gegnum OGS-2.
Túrbína og skolloftkælir ættu að vera hreinni þar sem loftgæði hafa aukist verulega, ekki fullrannsakað en vísbendingar eru um   að svo sé.
Tekinn var upp stimpill á sama tíma og OGS-2 var sett niður, við skoðun kom í ljós að lakkering var tekinn að myndast innan í slíf, áður vorum við búnir að skoða alla vélina í gegnum spíssagöt með skopesjá og vorum búnir að sjá lakkeringu á öllum slífum.
Í vor þurftum við að taka upp dexel vegna kælivatnsleka, lakkering á slífinni var minni en búast mátti við og gæti það verið vísbending um að lakkering mínnki við notkun OGS-2 einnig að lakkering fyrir  OGS-2 eyðist
Almennt er reynslan af OGS-2 mjög góð og ég get vottað að þetta er tæki sem gerir gagn.
  1. Smurolíunotkun mínnkar
  2. Loftgæði aukast
  3. Vinnuföt og vélstjórar lykta ekki af olíu
  4. Vélarúm hreinna og notkun hreinsiefna minni.
  5. Vísbending um að lakkering minnki við notkun OGS-2
  6. Hægt að fylgjast með niðurblæstri (tíðnibreytir tölvuskráning)
  7. Sveifarhús öndun upp á dekk (ekki lengur olíusora mengun)
  8. Hægt að skilja vatn sem hefur komist í smurolíu.
  9. OGS 2 er  með  alsjáfvirka  stjórnun
  10. Heilsuvernd fyrir vélstjóra.
  11. . Viðhald ekkert og  bilanir
  12. Minna af olíusora í botni vélarúms sem þarf að koma í land
 
Sigurður Runar Sigurðsson
Yfirvélstjóri
 
Ásbjörn vid Hörpuna

Ásbjörn vid Hörpuna

Ásbjörn RE-50 á leið til veiða. Tryggt að Harpan verði ekki fyrir mengun með notkun OGS-2
Ábjörn-RE-50_Sigurður Rúnar Sigurðsson, yfirvelstjóri. Undirskrifuð umsögn
 
         

by admin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *